"Þetta var erfiður leikur og þeir settu okkur undir mikla pressu hér sérstaklega í byrjun síðari hálfleiks þar sem við áttum í vök að verjast." sagði Logi Ólafsson eftir 1-0 sigur á ÍBV í kvöld.
Stjörnumenn eru tímabundið í 2. sæti deildarinnar 1 stigi fyrir ofan FH og 2 stigum á eftir KR.
"Það er mikil breidd í okkar liði. Liðið var kannski dálítið öðruvísi en síst lakari. Við erum ekki bara að missa þá þrjá út hedur er Atli með magaverki allan tímann og Sandnes fer af velli líka. Þannig að þarna eru komnir fimm menn sem spiluðu síðasta leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir






















