Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 19:05
Sævar Þór Sveinsson
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þór.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þór, var að leikslokum nokkuð sáttur með stigið eftir að Þór gerði 1-1 jafntefli við ÍR í 10. umferð Lengjudeild karla í dag. 


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Þór

Ég held að það sé bara sanngjörn niðurstaða. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik það var aðeins minni vindur heldur en í seinni hálfleik. Svo einhvern veginn í seinni hálfleik þá verður bara vindurinn það mikill og erfiðar aðstæður að við þurfum að liggja soldið lágt og mér fannst þessi leikur mjög nálægt því að ráðast því á einhverjum að renna eða boltinn að detta í gegn eða svoleiðis.

Þór kemst yfir snemma leiks eftir laglegt mark frá Fannari Daða.

Trend sem við viljum að sé meira í leiknum okkar, að við séum að komast yfir í leikjunum. Gerðum það í síðasta leik og í þessum. Mér fannst við fá stöður og tækifæri til þess að vera með meira forskot í hálfleik. Þannig pínu svekktur að hafa ekki náð að bæta við.

Egill Orri Arnarsson var utan hóps í dag þar sem félagsskipti hans til danska úrvalsdeildarfélagsins Midtjylland ganga í gegn á morgun. Siggi sagði að það væri mikill missir.

Já bara mikill en spenningur líka fyrir því hvernig þetta mun lukkast hjá honum úti. Ég er nokkuð viss um að það muni gera það.

Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður KA, hefur verið orðaður frá félaginu að undanförnu

Ég hef bara aldrei rætt við Elfar Árna. Á Akureyri er bara verið að ræða hans stöðu og ég svona á ekkert frekar von á því að hann komi í Þór.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner