Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 30. júlí 2024 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már hafði engar áhyggjur: Hef gríðarlega trú á strákunum
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum kátur í leikslok eftir 0-3 útsigur hans manna í Aftureldingu á liði Grindavíkur á Stakkavíkurvelli í Safamýri fyrri í kvöld. Magnús var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn varnarlega hjá okkur. Í seinni hálfleik þá keyrðum við á þá og frábær innkoma hjá þeim sem komu inná. Við fáum mörk frá þeim og bara frábær liðsheild í dag að ná að klára þetta.“Sagði Magnús um leikinn.

Töluvert langt var liðið á leikinn er fyrsta markið kom á 77. mínútu leiksins en áður höfðu liðsmenn Aftureldingar misnotað vítaspyrnu. Var aldre skjálfti í Magga að þetta myndi ekki hafast?

„Nei í rauninni ekki, ég hef gríðarlega trú á strákunum og mikil trú í liðinu. Við erum öflugir í lok leikja og höfum verið það í sumar. Í jafnri stöðu fannst mér við alltaf vera líklegri til þess að taka þetta eins og við gerðum. “

Sigurinn var stór og mikilvægur fyrir Aftureldingu sem á raunhæfa möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni. Oft hefur þó fall liðsins verið hátt eftir sigurleiki í sumar en hvað þarf liðið að gera til að koma í veg fyrir það?

„Við þurfum að sýna frammistöðu eins og í dag allar 94 mínúturnar. Varnarleikurinn mjög góður frá aftasta manni til þess fremsta sem var hluti af því sem skóp þetta.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir