Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   þri 30. júlí 2024 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már hafði engar áhyggjur: Hef gríðarlega trú á strákunum
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum kátur í leikslok eftir 0-3 útsigur hans manna í Aftureldingu á liði Grindavíkur á Stakkavíkurvelli í Safamýri fyrri í kvöld. Magnús var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn varnarlega hjá okkur. Í seinni hálfleik þá keyrðum við á þá og frábær innkoma hjá þeim sem komu inná. Við fáum mörk frá þeim og bara frábær liðsheild í dag að ná að klára þetta.“Sagði Magnús um leikinn.

Töluvert langt var liðið á leikinn er fyrsta markið kom á 77. mínútu leiksins en áður höfðu liðsmenn Aftureldingar misnotað vítaspyrnu. Var aldre skjálfti í Magga að þetta myndi ekki hafast?

„Nei í rauninni ekki, ég hef gríðarlega trú á strákunum og mikil trú í liðinu. Við erum öflugir í lok leikja og höfum verið það í sumar. Í jafnri stöðu fannst mér við alltaf vera líklegri til þess að taka þetta eins og við gerðum. “

Sigurinn var stór og mikilvægur fyrir Aftureldingu sem á raunhæfa möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni. Oft hefur þó fall liðsins verið hátt eftir sigurleiki í sumar en hvað þarf liðið að gera til að koma í veg fyrir það?

„Við þurfum að sýna frammistöðu eins og í dag allar 94 mínúturnar. Varnarleikurinn mjög góður frá aftasta manni til þess fremsta sem var hluti af því sem skóp þetta.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner