Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 30. júlí 2024 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már hafði engar áhyggjur: Hef gríðarlega trú á strákunum
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum kátur í leikslok eftir 0-3 útsigur hans manna í Aftureldingu á liði Grindavíkur á Stakkavíkurvelli í Safamýri fyrri í kvöld. Magnús var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn varnarlega hjá okkur. Í seinni hálfleik þá keyrðum við á þá og frábær innkoma hjá þeim sem komu inná. Við fáum mörk frá þeim og bara frábær liðsheild í dag að ná að klára þetta.“Sagði Magnús um leikinn.

Töluvert langt var liðið á leikinn er fyrsta markið kom á 77. mínútu leiksins en áður höfðu liðsmenn Aftureldingar misnotað vítaspyrnu. Var aldre skjálfti í Magga að þetta myndi ekki hafast?

„Nei í rauninni ekki, ég hef gríðarlega trú á strákunum og mikil trú í liðinu. Við erum öflugir í lok leikja og höfum verið það í sumar. Í jafnri stöðu fannst mér við alltaf vera líklegri til þess að taka þetta eins og við gerðum. “

Sigurinn var stór og mikilvægur fyrir Aftureldingu sem á raunhæfa möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni. Oft hefur þó fall liðsins verið hátt eftir sigurleiki í sumar en hvað þarf liðið að gera til að koma í veg fyrir það?

„Við þurfum að sýna frammistöðu eins og í dag allar 94 mínúturnar. Varnarleikurinn mjög góður frá aftasta manni til þess fremsta sem var hluti af því sem skóp þetta.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner