Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   þri 30. júlí 2024 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már hafði engar áhyggjur: Hef gríðarlega trú á strákunum
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum kátur í leikslok eftir 0-3 útsigur hans manna í Aftureldingu á liði Grindavíkur á Stakkavíkurvelli í Safamýri fyrri í kvöld. Magnús var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn varnarlega hjá okkur. Í seinni hálfleik þá keyrðum við á þá og frábær innkoma hjá þeim sem komu inná. Við fáum mörk frá þeim og bara frábær liðsheild í dag að ná að klára þetta.“Sagði Magnús um leikinn.

Töluvert langt var liðið á leikinn er fyrsta markið kom á 77. mínútu leiksins en áður höfðu liðsmenn Aftureldingar misnotað vítaspyrnu. Var aldre skjálfti í Magga að þetta myndi ekki hafast?

„Nei í rauninni ekki, ég hef gríðarlega trú á strákunum og mikil trú í liðinu. Við erum öflugir í lok leikja og höfum verið það í sumar. Í jafnri stöðu fannst mér við alltaf vera líklegri til þess að taka þetta eins og við gerðum. “

Sigurinn var stór og mikilvægur fyrir Aftureldingu sem á raunhæfa möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni. Oft hefur þó fall liðsins verið hátt eftir sigurleiki í sumar en hvað þarf liðið að gera til að koma í veg fyrir það?

„Við þurfum að sýna frammistöðu eins og í dag allar 94 mínúturnar. Varnarleikurinn mjög góður frá aftasta manni til þess fremsta sem var hluti af því sem skóp þetta.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner