Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. janúar 2020 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Besti leikmaður Watford 2017 leystur undan samningi
Mynd: Getty Images
Watford er búið að leysa austurríska varnarmanninn Sebastian Prödl undan samningi en hann hefur verið meiddur síðan í lok október. Hann meiddist á mjöðm og verður frá í nokkra mánuði til viðbótar.

Prödl er 32 ára gamall og var valinn besti leikmaður ársins hjá Watford 2017. Hann á 73 landsleiki að baki fyrir Austurríki og var fyrirliði Werder Bremen um tíma.

Prödl missti byrjunarliðssæti sitt hjá Watford á þarsíðasta tímabili og spilaði aðeins einn deildarleik á síðustu leiktíð. Samningur hans við félagið gilti þar til í júní á næsta ári en allir aðilar voru sáttir við riftun.

Hann getur því fundið sér nýtt félag til að æfa með og fá spiltíma til að vera í toppstandi fyrir Evrópumótið næsta sumar. Prödl hefur lengi verið mikilvægur partur af austurríska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner