Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Diljá: Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta
Icelandair
Diljá Ý Zomers
Diljá Ý Zomers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá Ýr Zomers, sóknarmaður íslenska landsliðsins, var nokkuð sátt með að fá stig gegn Austurríki á útivelli en fannst liðið vel geta unnið leikinn.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Ísland náði að bjarga stigi með vítaspyrnumarki Glódísar Perlu VIggósdóttur fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Íslenska liðið óð í færum en þau fóru öll forgörðum.

„Sátt með stig en maður er bara að fara aðeins í gegnum þetta í hausnum núna. Ég er viss um að við hefðum getað spilað betur í fyrri hálfleik sérstaklega. Við gerðum vel í seinni að opna þær í lokin en hefði viljað gera það fyrr í leiknum. Ég hefði sjálf viljað nýta færin betur en gott að fara með stig heim og klára þær á heimavelli,“ sagði Diljá, sem byrjaði leikinn í dag.

Diljá var sjóðandi heit með Leuven í belgísku deildinni og endaði markahæst þar. Það var því svolítið ólíkt henni er hún hitti ekki boltann í úrvalsfæri í fyrri hálfleiknum.

„Þegar þú ert sóknarmaður er djobbið þitt að nýta færin. Það er jákvætt að koma sér í færi. Ef maður er ekki að koma sér í færi þá er það verra en við höldum áfram að vinna í þessu og kemur í næsta leik vonandi.“

„Eina sem ég þurfti að gera var að hitta boltann. Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta.“


Diljá hefur ekki áhyggjur af því að liðið hafi ekki skorað úr opnum leik. Næst er það heimaleikurinn gegn Austurríki sem fer fram á þriðjudag og telur hún það íslenska liðinu í hag að mæta þeim þar í mikilvægum leik í baráttu um sæti á EM.

„Klárlega. Alltaf erfitt að koma og mæta okkur þar. Það er alltaf að fara hjálpa okkur að eiga heimaleikinn eftir og vita hvað við þurfum að gera betur.“

„Nei, ekki ég alla vega. Af því við erum að fá færin, en það væri verra ef við værum ekki að skapa okkur neitt. Bara klára færin í næsta leik þá hef ég engar áhyggjur.“

„Verður hörkuleikur og við sáum það að við eigum séns í þær og útivelli þeirra. Það er okkur í hag að eiga þær eftir heima,“
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner