Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   fös 31. maí 2024 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Diljá: Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta
Icelandair
Diljá Ý Zomers
Diljá Ý Zomers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá Ýr Zomers, sóknarmaður íslenska landsliðsins, var nokkuð sátt með að fá stig gegn Austurríki á útivelli en fannst liðið vel geta unnið leikinn.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Ísland náði að bjarga stigi með vítaspyrnumarki Glódísar Perlu VIggósdóttur fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Íslenska liðið óð í færum en þau fóru öll forgörðum.

„Sátt með stig en maður er bara að fara aðeins í gegnum þetta í hausnum núna. Ég er viss um að við hefðum getað spilað betur í fyrri hálfleik sérstaklega. Við gerðum vel í seinni að opna þær í lokin en hefði viljað gera það fyrr í leiknum. Ég hefði sjálf viljað nýta færin betur en gott að fara með stig heim og klára þær á heimavelli,“ sagði Diljá, sem byrjaði leikinn í dag.

Diljá var sjóðandi heit með Leuven í belgísku deildinni og endaði markahæst þar. Það var því svolítið ólíkt henni er hún hitti ekki boltann í úrvalsfæri í fyrri hálfleiknum.

„Þegar þú ert sóknarmaður er djobbið þitt að nýta færin. Það er jákvætt að koma sér í færi. Ef maður er ekki að koma sér í færi þá er það verra en við höldum áfram að vinna í þessu og kemur í næsta leik vonandi.“

„Eina sem ég þurfti að gera var að hitta boltann. Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta.“


Diljá hefur ekki áhyggjur af því að liðið hafi ekki skorað úr opnum leik. Næst er það heimaleikurinn gegn Austurríki sem fer fram á þriðjudag og telur hún það íslenska liðinu í hag að mæta þeim þar í mikilvægum leik í baráttu um sæti á EM.

„Klárlega. Alltaf erfitt að koma og mæta okkur þar. Það er alltaf að fara hjálpa okkur að eiga heimaleikinn eftir og vita hvað við þurfum að gera betur.“

„Nei, ekki ég alla vega. Af því við erum að fá færin, en það væri verra ef við værum ekki að skapa okkur neitt. Bara klára færin í næsta leik þá hef ég engar áhyggjur.“

„Verður hörkuleikur og við sáum það að við eigum séns í þær og útivelli þeirra. Það er okkur í hag að eiga þær eftir heima,“
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner