Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   fös 31. maí 2024 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney Inga: Frekar auðvelt að lesa í hana eftir að hafa séð klippur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullusvekkt, það er pirrandi að hafa ekki náð að nýta meðbyrinn sem við vorum með í leiknum og bæta við fleiri mörkum. Það er svekkjandi að þetta ráðist á tveimur vítum," sagði Fanney Inga Birkisdóttir landsliðsmarkvörður Íslands við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Austurríki ytra í dag.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Fanney var nálægt því að verja víti Austurríkis, fór í rétt horn en skotið var of fast.

„Ég var búin að fara yfir þeirra spyrnumenn fyrir leik og sá ákveðna hluti sem hún gerði. Ég er svekkt að hafa ekki tekið hann," sagði hún en hversu nálægt var hún því að verja? „Fulllangt frá því fyrir minn smekk," sagði Fanney.

„Óli markmannsþjálfari var búinn að senda mér klippur og það var frekar auðvelt að lesa í hana eftir þær."

Ísland fékk mörg færi í leiknum í dag en inn vildi boltinn ekki fyrir utan vítið sem við fengum. „Við erum oftast mjög klínískar fyrir framan markið og það var pirrandi að það datt ekki með okkur í dag. Við nýtum sénsinn að fá að mæta þeim aftur á þriðjudaginn og hömrum þær á heimavelli. Það verður gaman að fara yfir þennan leik og læra af honum og finna veikleika hjá þeim sem við getum nýtt okkur."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner