Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu karla hefur stofnað sjóð til
styrktar börnum Helga Hannessonar. Helgi fæddist í Reykjavík
26. apríl 1974 og varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. apríl
síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ásu Dröfn
Björnsdóttir og þrjú börn; Birgittu 14 ára, og tvíburana Darra
og Líf sem eru 3. ára.
styrktar börnum Helga Hannessonar. Helgi fæddist í Reykjavík
26. apríl 1974 og varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. apríl
síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ásu Dröfn
Björnsdóttir og þrjú börn; Birgittu 14 ára, og tvíburana Darra
og Líf sem eru 3. ára.
Helgi var mikill áhugamaður um knattspyrnu og lék á sínum yngri
árum með ÍR og Leikni R. Hann var lærður nuddari og starfaði
sem slíkur til dánardags. Helgi var nuddari úrvalsdeildarliðs
Vals í knattspyrnu karla í fyrra og stóð til að hann myndi gera
það á nýafstöðnu tímabili líka. Margir þekktir knattspyrnumenn
og dómarar nýttu sér þjónustu þessa frábæra fagmanns.
Styrktarleikur: Valur – Pressulið Gulla Jóns.
Föstudagskvöldið 9. desember næstkomandi mun meistarflokkur Vals
í knattspyrnu karla standa fyrir góðgerðaleik til styrktar
sjóðnum. Mótherjar Vals í þessum leik verður lið skipað
valinkunnum knattspyrnumönnum og þjálfurum úr efstu deild karla
í knattspyrnu.
Leikið verður í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 20:00.
Aðgangseyrir: 1.000 krónur eða frjáls framlög. Frítt inn fyrir
börn.
Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikningsnúmerið:
0331 - 13 - 2121
Kt. 210708-3240
Nánari upplýsingar veita:
Friðrik Ellert Jónsson: 695-2902
Gunnlaugur Jónsson: 869-6497