Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 02. desember 2011 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Leikur til styrktar börnum Helga Hannessonar næsta föstudag
Gunnlaugur Jónsson mun mæta með stjörnum prýtt pressulið gegn Val.
Gunnlaugur Jónsson mun mæta með stjörnum prýtt pressulið gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu karla hefur stofnað sjóð til
styrktar börnum Helga Hannessonar. Helgi fæddist í Reykjavík
26. apríl 1974 og varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. apríl
síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ásu Dröfn
Björnsdóttir og þrjú börn; Birgittu 14 ára, og tvíburana Darra
og Líf sem eru 3. ára.

Helgi var mikill áhugamaður um knattspyrnu og lék á sínum yngri
árum með ÍR og Leikni R. Hann var lærður nuddari og starfaði
sem slíkur til dánardags. Helgi var nuddari úrvalsdeildarliðs
Vals í knattspyrnu karla í fyrra og stóð til að hann myndi gera
það á nýafstöðnu tímabili líka. Margir þekktir knattspyrnumenn
og dómarar nýttu sér þjónustu þessa frábæra fagmanns.

Styrktarleikur: Valur – Pressulið Gulla Jóns.
Föstudagskvöldið 9. desember næstkomandi mun meistarflokkur Vals
í knattspyrnu karla standa fyrir góðgerðaleik til styrktar
sjóðnum. Mótherjar Vals í þessum leik verður lið skipað
valinkunnum knattspyrnumönnum og þjálfurum úr efstu deild karla
í knattspyrnu.

Leikið verður í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 20:00.
Aðgangseyrir: 1.000 krónur eða frjáls framlög. Frítt inn fyrir
börn.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikningsnúmerið:
0331 - 13 - 2121
Kt. 210708-3240

Nánari upplýsingar veita:
Friðrik Ellert Jónsson: 695-2902
Gunnlaugur Jónsson: 869-6497
banner