
Sædís Rún Heiðarsdóttir og stöllur hennar í Vålerenga unnu sannfærandi 4-0 sigur á Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Hún var að vanda í byrjunarliði Vålerenga og spilaði 65 mínútur áður en henni var skipt af velli.
Vålerenga var þá komið í tveggja marka forystu og bætti liðið síðan við tveimur mörkum fyrir leikslok.
Liðið er ríkjandi meistari í norsku deildinni en hefur tapað tveimur leikjum gegn helstu keppinautum sínum í Brann og Rosenborg.
SIgurinn í dag var mikilvægur en liðið er nú með 15 stig í 3. sæti, fjórum stigum frá toppliði Brann.
Athugasemdir