Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram annað kvöld á Wembley þegar Manchester United og Barcelona eigast við. Fótbolti.net fékk þrjá fróða menn til að rýna aðeins í leikinn og spá í spilin.
Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK og aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, Hjörtur Júlíus Hjartarson, íþróttafréttamaður á RÚV, og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi, skoðuðu leikinn.
Afraksturinn má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.






















