„Þetta verður allt öðruvísi en Hvít-Rússa leikurinn. Þetta eru ekki guttar sem tjalda bara inni í eigin vítateig. Þeir spila bolta og gefa eftir svæði, það er nákvæmlega það sem íslensku strákarnir nærast á," segir Snorri Sturluson, ritstjóri vefsíðunnar Sport.is, um svissneska liðið sem Ísland mætir á morgun.
Snorri er staddur í Álaborg. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir möguleika í stöðunni. Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Snorra í heild sinni.






















