Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Logi Tómasson - Þáttur 1/3
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   sun 19. júní 2011 19:02
Arnar Daði Arnarsson
Jóhannes Karl: Rangstöðulykt af markinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks var að vonum súr með það að vera dottinn úr bikarnum eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Val í 16-liða úrslitum Valitors-bikarsins. Hann telur hafa verið einhver rangstöðulykt af markinu og væri til í að sjá það mark aftur.

,,Ég væri til í að sjá þetta mark aftur. Þetta voru sérstakar aðstæður, við keyrum út og þær sleppa í gegn. Það var rangstöðulykt af þessu marki en maður sér það ekki almennilega frá bekknum en þetta er klaufalegt ef við erum að missa inn leikmann sem er réttstæður úr þessari stöðu," sagði Jóhannes Karl um mark Valskvenna sem kom strax á 6.mínútu leiksins þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir slapp í gegn og skoraði laglegt mark.

,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi eftir fyrsta korter til tuttugu mínúturnar, þegar Valur var með algjöra yfirburði en eftir það þá fannst mér við komast betur inn í leikinn. Sköpum okkur til að mynda dauðafæri sem maður hefði viljað sjá inni," sagði Jóhannes en þá talar hann líklega um færið sem Fanndís Friðriksdóttir fékk á 23.mínútu eftir góðan undirbúning og sendingu frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur.

Viðtalið við Jóhannes í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.