Peningar gefnir í gott málefni
Strákarnir í U21-landsliðinu ákváðu að gefa sérstakan sektarsjóð leikmanna á Evrópumótinu í gott málefni. Alls nam sektarsjóður mótsins 300 þúsund krónum og var upphæðin gefin til verkefnisins „Meðan fæturnir bera mig" og rennur upphæðin í Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Leikmennirnir voru sektaðir fyrir ýmsa hluti á mótinu og fengu forsvarsmenn verkefnisins peningana í hendurnar við formlega athöfn í dag.
Þeir Haraldur Björnsson, Guðmundur Kristjánsson og Óskar Pétursson mættu fyrir hönd hópsins og afhentu upphæðina.
Sjá má frá því í sjónvarpinu hér að ofan.























