Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   sun 26. júní 2011 22:16
Örvar Arnarsson
Andri Marteinsson: Menn eiga að vita betur
Andri ræðir við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.
Andri ræðir við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já ég er hundfúll. Það var lélegt að tapa þessu niður og ég er sársvekktur." sagði Andri Marteinsson um tap Víkinga í kvöld gegn Val, 2-1.

Víkingar skoruðu fyrsta markið um miðjan seinni hálfleik en skömmu seinna tóku Valsmenn öll völd á vellinum og virtust mun ákveðnari, þrátt fyrir að vera manni færri. "Svona seinasta hluta leiksins þá virkuðu þeir bara með ferskari fætur svo það virkaði eins og við værum einum færri, ekki þeir."

Milos Milojevic fór útaf meiddur um miðjan seinni hálfleik og Denis Abdulahi var þá færður í miðvörð í hans stað. Við það riðlaðist leikur Víkinga töluvert og Valsmenn gengu á lagið. "Þeir tóku bara miðjuna og í rauninni voru miklu skipulagðari í sínum sóknarleik en við vorum.

Marteinn Briem sem kom inn á sem varamaður og skoraði mark Víkinga í kvöld gerði afdrifarík mistök þegar hann færði Valsmönnum vítaspyrnu á silfurfati. "Skelfilegt að fá þetta víti á okkur. Atvikaröð tilviljana og mistaka í rauninni." sagði Andri um Martein Breim og bætti seinna við "Ef að það var óheppni með vítið þá var það óheppni með markið sem hann skoraði. Maðurinn veit betur, menn eru með hælsendingar hérna rétt fyrir utan teig. En þetta er ekki honum að kenna þetta tap, alls ekki og gott mark sem hann gerir."

Nánar er rætt við Andra Marteinsson í sjónvarpinu hér að ofan.

banner