Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   fim 30. júní 2011 21:07
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgrímsson: Takk fyrir allir Vestmannaeyingar
,,Það er gríðarlega gott að fá ekki á sig mark hérna heima og eitt mark úti getur gert gæfumuninn," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV ánægður eftir 1-0 sigur á Saint Patrick's í dag.

,,Þeir spiluðu háum boltum og voru að berjast svolítið í því. Við misstum á köflum boltann upp í loftið og fórum að spila eins leik og þeir. Þar eru þeir betri en um leið og við fórum að spila boltanum með jörðinni gekk þetta betur og við áttum margar flottar sóknir í dag."

,,Útileikurinn verður alltaf erfiðari en heimaleikurinn en mér finnst að við séum allavega ekki síðra lið en þetta lið, sérstaklega ef við spilum okkar leik."

Leikurinn í dag fór fram á Vodafonevellinum þar sem Hásteinsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA en Heimir var ánægður með stuðninginn.

,,Það er frábært hjá Vestmannaeyingum að fjölmenna hérna í dag og fínn stuðningur, það er sjaldan sem við fáum svona mikinn stuðning. Takk fyrir allir Vestmannaeyingar og stuðningsmenn að koma og láta hera í sér."

Eyjamenn mæta Fjölni á útivelli á sunnudag og halda síðan til Írlands á þriðjudag. Heimir hefur því lítinn tíma til að sinna störfum sínum sem tannlæknir þessa dagana.

,,Það er fólk sem sér um það fyrir mig. Við erum gott teymi líka á tannlæknastofunni," sagði Heimir léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner