Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 05. júlí 2011 23:15
Elvar Geir Magnússon
Haraldur Hróðmars: Það má alveg taka aðeins á honum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Sjálfstraustið er fínt en við vitum að við þurfum að hlaupa meira en hin liðin í deildinni til að vinna," segir Haraldur Hróðmarsson sem skoraði fullkomna þrennu fyrir Hamar í kvöld.

Hann skoraði með báðum fótum auk þess að skora með skalla í 4-0 sigri baráttuglaðra Hamarsmanna á Fjarðabyggð í 2. deildinni.

„Þetta var mjög fínt. Þetta var óvænt, ég er ekki búinn að vera að setja hann mikið í sumar."

Hann viðurkennir að Fjarðabyggð hafi verið auðveldari bráð en þeir hafi reiknað með. „Þeir eru ekki svona slakir. Þeir voru mikið að sparka langt fram en við erum með grjótharða miðju og þeir komust ekki í gegnum hana. En þeir fara á eitthvað skrið núna, þeir eru brjálaðir eftir þetta,"

Hamar er í öðru sæti deildarinnar en Haraldur segir að það sé ekki sitt hlutverk sem leikmaður að svara því hvort ekki sé rétt að setja stefnuna upp miðað við hvernig deildin sé að spilast. Bendir hann á þjálfarann Jón Aðalstein Kristjánsson sem er víst orðinn nokkuð pirraður á spurningunni.

„Hann er léttur, það má alveg taka aðeins á honum," segir Haraldur um Jón Aðalstein.

Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
banner