„Sjálfstraustið er fínt en við vitum að við þurfum að hlaupa meira en hin liðin í deildinni til að vinna," segir Haraldur Hróðmarsson sem skoraði fullkomna þrennu fyrir Hamar í kvöld.
Hann skoraði með báðum fótum auk þess að skora með skalla í 4-0 sigri baráttuglaðra Hamarsmanna á Fjarðabyggð í 2. deildinni.
Hann skoraði með báðum fótum auk þess að skora með skalla í 4-0 sigri baráttuglaðra Hamarsmanna á Fjarðabyggð í 2. deildinni.
„Þetta var mjög fínt. Þetta var óvænt, ég er ekki búinn að vera að setja hann mikið í sumar."
Hann viðurkennir að Fjarðabyggð hafi verið auðveldari bráð en þeir hafi reiknað með. „Þeir eru ekki svona slakir. Þeir voru mikið að sparka langt fram en við erum með grjótharða miðju og þeir komust ekki í gegnum hana. En þeir fara á eitthvað skrið núna, þeir eru brjálaðir eftir þetta,"
Hamar er í öðru sæti deildarinnar en Haraldur segir að það sé ekki sitt hlutverk sem leikmaður að svara því hvort ekki sé rétt að setja stefnuna upp miðað við hvernig deildin sé að spilast. Bendir hann á þjálfarann Jón Aðalstein Kristjánsson sem er víst orðinn nokkuð pirraður á spurningunni.
„Hann er léttur, það má alveg taka aðeins á honum," segir Haraldur um Jón Aðalstein.
Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.






















