Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Selfyssinga í 2-1 sigri á ÍR í fyrstu deildinni í kvöld en hann hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í leiknum.
,,Þetta var bara klaufaskapur í mér. Ég horfði ekki nógu mikið á markið þegar ég var í færunum. Ég skoraði tvö og það voru mikilvæg mörk þannig að ég fyrirgef mér þetta í þetta skiptið," sagði Viðar við Fótbolta.net eftir leik.
Næsti leikur Selfyssinga er gegn Haukum á útivelli en þessi lið hafa mæst oft undanfarin ár.
,,Ég held að þeir séu alltaf erfiðir. Þetta er mjög erfiður völlur hjá þeim og við förum í þann leik eins og alla leiki. Við ætlum að reyna að vinna baráttuna og þá erum við gott fótboltalið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.























