Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   mán 15. ágúst 2011 22:04
Alexander Freyr Tamimi
Halldór Orri: Reyndi einhvern Zidane-snúning
Halldór Orri Björnsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið í 2-2 viðureigninni gegn Fram í Pepsi deild karla á 90. mínútu. Hann var þó alls ekki sáttur með að hafa fengið einungis eitt stig gegn botnliðinu á heimavelli.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Fram

„Ég er alls ekki sáttur. Maður vill alltaf sigra á heimavelli og mér fannst við bara vilja þetta meira, svona heilt yfir. Við sóttum án afláts allan seinni hálfleikinn og náðum að pota inn einu marki þarna í lokin, það er sárabót. Það hefði náttúrulega verið ennþá verra að tapa þessum leik,“ sagði Halldór Orri við Fótbolta.net.

„Mér fannst þetta nú heilt yfir ekkert sérstaklega vel spilaður fótbolti hjá hvorugu liðinu, en bæði lið fengu fullt af færum og við hefðum bara átt að nýta fleiri færi. Við sköpuðum okkur slatta af færum sem við náðum ekki að nýta í dag, sem við hefðum kannski nýtt á erfiðum degi.“

Halldór Orri skoraði sem fyrr segir jöfnunarmarkið og var það skrautlegt í meira lagi. Hann átti þá skemmtilega rispu þar sem hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðru áður en hann átti þríhyrningsspil með Garðari Jóhannssyni. Halldór segist ekki alveg muna hvað gerðist en að hann hafi reynt að taka „Zidane-snúning“ á þetta.

„Ég hef ekki hugmynd, ég þarf að sjá þetta aftur. Ég man voða sjaldan eftir mörkunum mínum, ég man bara að ég var að reyna að komast framhjá varnarmönnunum og reyndi einhvern Zidane-snúning sem ég man ekki hvernig tókst. Einhvern veginn potaði ég boltanum á Garðar og fæ hann aftur og næ að leggja hann framhjá Ögmundi,“ en Garðar skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrr í leiknum.

„Þetta var svona „once in a lifetime“ hjá Garðari held ég, en þetta var örugglega eitt af mörkum sumarsins. Hann smellhitti boltann.“
banner
banner