Leiknismenn héldu sæti sínu í 1. deild á ævintýralegan hátt þegar lokaumferðin fór fram í dag. Leiknir vann 4-1 sigur á ÍA og hélt sér uppi þar sem fallið lið HK vann Gróttu á sama tíma.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 - 1 ÍA
„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér en þetta var sætasti sigur sem ég hef unnið. Þegar við fréttum að HK hefði unnið 1-0 og við vorum að vinna 4-1 var ég næstum búinn að tárast inni á vellinum. Þetta var tilfinningaþrungið," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, leikmaður Leiknis.
„Það hefur vantað upp á sjálfstraustið og það er erfitt að byrja illa í þessu móti."
„Það verða rólegheit í kvöld. Kósýkvöld í kvöld, það er bara þannig," sagði Ólafur og glotti.
Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.






















