Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mán 19. september 2011 20:03
Magnús Már Einarsson
Bjarnólfur Lár: Erum að rífa í handbremsuna með agamálin
,,Þegar að lið fellur þá verður ákveðin spennulosun í hópnum og menn geta látið til sín taka á fótboltavellinum spilalega og það er svo sannarlega til staðar í þessum hóp," sagði Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings R. eftir flottan 6-2 sigur liðsins gegn Breiðabliki á útivelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  6 Víkingur R.

,,Þetta býr í hópnum þegar menn eru 100% og klárir. Það er gott að þeir gta sýnt það því að þeir eiga það skilið. Það er mikilvægt fyrir okkur að klára tímabilið á svona nótum."

Colin Marshall og Egill Atlason munu ekki leika fleiri leiki með Víkingi undir stjórn Bjarnólfs eins og kom fram um helgina.

,,Við erum að rífa í handbremsuna með agamálin. Það var skýrt frá minni hendi að boða alla leikmenn í Valsleikinn. Ég spurði á æfingu daginn fyrir leik hverjir væru fit og það voru þrír sem ætluðu að kíkja á sjúkraþjálfara en Egill var ekki einn þeirra. Hann mætti svo ekki þegar hann á að vera hóp. Þegar maður er þjálfari og ætlar að sýna einhvern aga þá verður maður líka að sýna staðfestu þegar kemur að agabrotum og það er ég svo sannarlega að geta."

Colin Marshall var tekinn af velli eftir 20 mínútur gegn Víkingi og það voru síðustu mínútur hans í sumar.

,,Ég hef ekki verið ánægður með karakter og vinnusemi hans undanfarnar vikur. Ég lét hann vita af því á fundi fyrir viku síðan. Síðan þekkja allir hvað gerist í Valsleiknum. Hann var ekki að róa í sömu átt og við hinir."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar tjáir Bjarnólfur sig meðal annarrs um þá ákvörðun sína að hætta með liðið eftir tímabilið.