„Þetta lítur vel út en við höldum okkur niðri á jörðinni," sagði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson eftir að KR vann 3-2 útisigur gegn Keflavík í kvöld. Baldur skoraði tvö mörk í leiknum.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 3 KR
„Ég sagði við þig í dag að ég myndi skora," sagði Baldur sem er fyrrum leikmaður Keflavíkur.
„Að skora tvö mörk hérna er mjög gaman, ég hefði getað skorað þrjú með smá heppni. Að tryggja þetta með flugskalla í lokin er það sætasta sem ég hef upplifað mjög lengi."
Viðtalið við Baldur má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.






















