Viktor Smári Hafsteinsson fyrirliði 2.flokks Keflavíkur hampaði Bikarmeistaratitlinu í 2.flokki í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á C-riðlaliði, Hauka en Viktor Smári byrjaði einmitt knattspyrnuiðkun sína þar á bæ.
,,Í rauninni var þetta sanngjörn úrslit. Þeir börðust hinsvegar mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það og þeir voru mjög góðir. Við vorum mjög seinir í gang en komumst samt sem áður í 2-0 fyrir hálfleik," sagði Viktor en eins og hann segir voru Keflvíkingar 2-0 yfir í hálfleik, sem þeir hljóta að vera ánægðir með miðað við gang mála í fyrri hálfleiknum.
Haukar hinsvegar minnkuðu muninn eftir fimm mínútuna leik í seinni hálfleik,
,,Þeir minnka muninn og pressuðu vel á okkur," sagði Viktor Smári og í þann mund þurfti að gera smá hlé á viðtalinu, sökum þess að markvörður Keflvíkinga, Árni Freyr Ásgeirsson reyndi að gyrða niðrum tökumann sem var jafnframt fréttamaður Fótbolti.net.
,,Haukarnir voru mjög sterkir og ég bjóst ekki við þeim svona svakalega sterkum. Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur úrslitaleikur," sagði Viktor Smári sem talaði um að þetta væri líklega sætara fyrir þær sakir að hann var að mæta nokkrum gömlum félögum sem og að Haukarnir hefðu verið með einhverjar yfirlýsingar fyrir leikinn,
,,Ég bjó í Hafnarfirði í átta ár og þetta eru ágætis félagar mínir í liðinu og það er ennþá skemmtilegra að vinna þennan leik þar sem þeir voru með nokkuð miklar væntingar fyrir leikinn. Þeir töluðu um að þetta væri bara létt og þeir spáðu þessu 4 til 5 - 0 sigri fyrir þeim, en annað kom á daginn," sagði fyrirliði Bikarameistara 2.flokks karla, Viktor Smári Hafsteinsson.





















