Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 28. september 2011 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Smári: Þeir töluðu um að þetta yrði bara létt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Smári Hafsteinsson fyrirliði 2.flokks Keflavíkur hampaði Bikarmeistaratitlinu í 2.flokki í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á C-riðlaliði, Hauka en Viktor Smári byrjaði einmitt knattspyrnuiðkun sína þar á bæ.

,,Í rauninni var þetta sanngjörn úrslit. Þeir börðust hinsvegar mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það og þeir voru mjög góðir. Við vorum mjög seinir í gang en komumst samt sem áður í 2-0 fyrir hálfleik," sagði Viktor en eins og hann segir voru Keflvíkingar 2-0 yfir í hálfleik, sem þeir hljóta að vera ánægðir með miðað við gang mála í fyrri hálfleiknum.

Haukar hinsvegar minnkuðu muninn eftir fimm mínútuna leik í seinni hálfleik,

,,Þeir minnka muninn og pressuðu vel á okkur," sagði Viktor Smári og í þann mund þurfti að gera smá hlé á viðtalinu, sökum þess að markvörður Keflvíkinga, Árni Freyr Ásgeirsson reyndi að gyrða niðrum tökumann sem var jafnframt fréttamaður Fótbolti.net.

,,Haukarnir voru mjög sterkir og ég bjóst ekki við þeim svona svakalega sterkum. Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur úrslitaleikur," sagði Viktor Smári sem talaði um að þetta væri líklega sætara fyrir þær sakir að hann var að mæta nokkrum gömlum félögum sem og að Haukarnir hefðu verið með einhverjar yfirlýsingar fyrir leikinn,

,,Ég bjó í Hafnarfirði í átta ár og þetta eru ágætis félagar mínir í liðinu og það er ennþá skemmtilegra að vinna þennan leik þar sem þeir voru með nokkuð miklar væntingar fyrir leikinn. Þeir töluðu um að þetta væri bara létt og þeir spáðu þessu 4 til 5 - 0 sigri fyrir þeim, en annað kom á daginn," sagði fyrirliði Bikarameistara 2.flokks karla, Viktor Smári Hafsteinsson.