„Með sigri myndum við skilja þær vel eftir og því verðum við að taka þrjú stig," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, en hann tilkynnti í dag hópinn sem mætir Belgíu í næstu viku í undankeppni EM.
Ísland er í fyrsta sæti riðilsins með þrettán stig en Belgía er í öðru sæti með ellefu. Auk þess hefur belgíska liðið leikið leik meira.
Sigurður segist þó ekki fyrirfram ekki vera sáttur við eitt stig.
„Nei ég myndi ekki vera ánægður með það, við förum í alla leiki til að reyna að vinna."
Þegar liðin mættust á Laugardalsveli í fyrra varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
„Við lentum í basli með að brjóta þær niður en fengum þó mörg góð færi en náðum ekki að skora. Þær eru fyrst þéttar og góðar varnarlegafot,"
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























