Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mán 23. apríl 2012 22:12
Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Kale: Með sterkara lið en í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var leiðinlegt í dag, við ætluðum að komast í úrslitaleikinn og stefndum að því en við vorum að spila við sterkt KR lið. Þeir voru massívir í dag og tóku okkur," sagði Ingvar Kale markvörður Breiðabliks eftir 0-2 tap gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

,,Við vorum að halda boltanum ágætlega innnan liðsins og mér fannst við vera meira með boltann en þeir. Við vorum sjálfum okkur verstir í föstum leikatriðum og svo dekkum við ekki inni í teig í seinna markinu og það er það sem drepur leikinn að mínu mati."

,,Þeir voru næstum því búnir að gefa okkur mark í fyrri hálfleik og við áttum að nýta það og svo áttum við hálffæri og Fjalar var að grípa vel inní hjá þeim. Þeir héldu núllinu og það er það sem telur í þessu."


Þar sem Breiðablik er úr leikí Lengjubikarnum hefur liðið nú spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Íslandsmót. Við spurðum Ingvar að lokum hvernig honum þætti liðið í ár.

,,Við erum með ágætis lið, ég held við séum með sterkara lið en í fyrra og heilsteyptara lið. Ég er bara bjartsýnn fyrir sumarið og vonandi byrjum við vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner