Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 23. apríl 2012 22:12
Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Kale: Með sterkara lið en í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var leiðinlegt í dag, við ætluðum að komast í úrslitaleikinn og stefndum að því en við vorum að spila við sterkt KR lið. Þeir voru massívir í dag og tóku okkur," sagði Ingvar Kale markvörður Breiðabliks eftir 0-2 tap gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

,,Við vorum að halda boltanum ágætlega innnan liðsins og mér fannst við vera meira með boltann en þeir. Við vorum sjálfum okkur verstir í föstum leikatriðum og svo dekkum við ekki inni í teig í seinna markinu og það er það sem drepur leikinn að mínu mati."

,,Þeir voru næstum því búnir að gefa okkur mark í fyrri hálfleik og við áttum að nýta það og svo áttum við hálffæri og Fjalar var að grípa vel inní hjá þeim. Þeir héldu núllinu og það er það sem telur í þessu."


Þar sem Breiðablik er úr leikí Lengjubikarnum hefur liðið nú spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Íslandsmót. Við spurðum Ingvar að lokum hvernig honum þætti liðið í ár.

,,Við erum með ágætis lið, ég held við séum með sterkara lið en í fyrra og heilsteyptara lið. Ég er bara bjartsýnn fyrir sumarið og vonandi byrjum við vel."
Athugasemdir
banner