Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 03. maí 2012 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Rauðvínið batnar líka margt við að eldast
Frá fréttamannafundi Breiðabliks í dag.
Frá fréttamannafundi Breiðabliks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti á fréttamannafundi í gær komu tveggja erlendra leikmanna sem leika með liðinu í sumar. Þetta eru framherjinn Petar Rnkovic og miðvörðurinn Rene Troost. Fótbolti.net ræddi við Ólaf Helga Kristjánsson þjálfara Breiðabliks um leikmennina.

,,Framherjinn er með töluverða reynslu úr norsku knattspyrnunni og búinn að spila þar bæði í efstu deild og næst efstu. Hann er með fínt record í markaskorun. Hann er hávaxinn, góður skallamaður og góður uppspils senter og góður inni í teig. Hann var svona týpa sem okkur vantaði,"
sagði Ólafur um Petar Rnkovic.

,,Ég er búinn að vita af honum síðan 2007, hann kom meðal annars hérna á haustmánuðum þá. Þá tókust ekki samningar og ég held ég sé búinn að reyna að fá hann tvisvar síðan en allt er þegar þrennt er. Hann eldist með hverju árinu en rauðvínið batnar líka margt við að eldast. Hann kemur með reynslu og hluti inn sem við höfðum ekki fyrir."

Hollendingurinn Rene Troost kom svo til Breiðabliks fyrir viku og félagið tilkynnti í gær um að hann hafi samið.

,,Hann er búinn að leika í næst efstu deild í Hollandi og er með sína fótboltamenntun þaðan. Týpískur hollenskur varnarmaður, góður einn á einn, öruggur á boltann, sterkur í loftinu og hávaxinn. Ég bind vonir um að hann hjálpi okkur í varnarleiknum eins og hinn ætti að gera í sóknarleiknum."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner