Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. september 2018 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Ég hef fengið að spila meira minn leik
Leikmaður 19. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stefán Teitur í leik með ÍA í sumar.
Stefán Teitur í leik með ÍA í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég var mjög ánægður með mína frammistöðu í leiknum, ég hefði ábyggilega átt að skora fleiri en ég á þau bara inni," sagði Stefán Teitur Þórðarson, framherji ÍA, við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 19. umferðar í Inkasso-deildinni.

Stefán Teitur skoraði tvívegis í 3-2 útisigri ÍA gegn Magna á Grenivík á laugardaginn.

„Ég myndi segja að við sem lið höfum spilað mun betri leiki en þennan en kannski var það líka út af vindurinn gerði báðum liðum mjög erfitt fyrir. Við gerðum kannski leikinn of erfiðan fyrir okkur sjálfa með því að hleypa þeim alltaf strax inn í hann eftir að við höfðum skorað," sagði Stefán en Skagamenn undirbjuggu sig vel fyrir leikinn á Grenivík. „Við fórum einum degi fyrr af stað og gistum á þessu fína gistiheimili rétt fyrir utan Akureyri. Það var mjög hentugt."

Stefán Teitur hefur skorað tíu mörk í Inkasso-deildinni í sumar eftir mörkin um helgina. Er hann sáttur með tímabilið hjá sér? „Já ég myndi alveg segja það. Mörkin hafa komið í köflum hjá mér. Það hefði verið fínt að hafa meiri stöðugleika fyrr á tímabilinu. Seinni hlutinn hjá mér hefur verið mun betri að mér finnst ef ég horfi á frammistöðuna yfir allt."

Danski framherjinn Jeppe Hansen kom til ÍA frá Keflavík í júlí og Stefán segir að það hafi hjálpað sér að fá hann inn í liðið.

„Jeppe hefur hjálpað liðinu mjög mikið, hann er duglegur og góður senter. Eftir að hann kom hefur hann kannski verið meira að berjast við hafsentana og ég hef fengið að spila meira minn leik með hlaupum í kringum svæðin sem hann býr til."

ÍA mætir Víkingi Ólafsvík á heimavelli á laugardag en sigur á þar getur tryggt liðinu sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik.

„Það vilja allir bæjarbúar að skaginn sé í efstu deild og við munum leggja okkur alla í þennan leik eins og alla aðra. Okkur hefur gengið vel á heimavelli og við ætlum okkur að halda því áfram," sagði Stefán Teitur að lokum.


Fyrri leikmenn umferðarinnar
18. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
17. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
16. umferð - Nacho Gil (Þór)
15. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
14. umferð - Emil Atlason (Þróttur R.)
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner