Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 21. júní 2022 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara vel með sigurinn. þetta var karakterssigur hjá okkur. Þeir komust í 1-0 og við náðum að snúa því sem er bara vel gert. Þetta var ekki fallegasti sigur í heimi en okkur er gjörsamlega drull með það. Það er frábært að klára þessa júnírimmu með því að vinna báða leikina og við erum bara þvílíkt sáttir," sagði Arnór Smárason, annar af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Algjörlega, frábær sigur á móti Blikunum síðast og við vorum staðráðnir í því að fá líka þrjú stig núna. Við töluðum um að það myndi ekkert hjálpa okkur að vinna Blikana og tapa svo fyrir Leikni með skítinn upp á bak. Þetta var flottur karakter og þetta er allt á réttri leið."

Markið hjá Arnóri kom eftir sendingu frá Birki Má Sævarssyni. Þeir Arnór og Birkir voru samherjar hjá Hammarby í Svíþjóð tímabilin 2016-17.

„Þetta er uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð á sínum tíma með Hammarby. Það er bara æðislegt að það haldi áfram hérna áfram hjá Val. Birkir er eins og allir vita algjör eðalmaður og hann kann þetta. Maður þarf að vera á réttum stað þegar hann er frír inn í teig," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner