Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur á von á erfiðum leik er liðið mætir Íslandsmeisturum FH í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins.
Leikurinn fer fram á Suðurnesjunum en þessi lið hafa mæst síðustu tvö ár og hafa Keflvíkingar unnið í bæði skiptin.
Leikurinn fer fram á Suðurnesjunum en þessi lið hafa mæst síðustu tvö ár og hafa Keflvíkingar unnið í bæði skiptin.
,,Það er ekki hægt að neita því, þessi lið hafa verið kljást síðustu tvö ár í bikarnum og hafa verið miklar rimmur," sagði Willum í samtali við Fótbolta.net.
,,Bikarinn er skemmtilegt mót, þetta er mjög stórt verkfeni. Það er þessi klassíska setning, ég á von á hörku leik."























