,,Fyrst staðan var orðin 1-0 og lítið til leiksloka var grátlegt að missa þetta niður, sérstaklega í svona klaufamarki," sagði Arnar Gunnlaugsson spilandi aðstoðarþjálfari Hauka eftir 1-1 jafntefli gegn Keflavík í kvöld.
,,Fyrirfram hefði ég verið sáttur við 1-0 en mér fannst að við hefðum mátt gera út um leikinn í stöðunni 1-0."
,,Það var hálf undarleg ákvörðun hjá dómaranum þegar það var dæmt mark af okkur og svo fengum við dauðafæri þegar Englendingurinn hjá okkur skallaði framhjá."
,,En Keflavík fær líka kredit því þeir börðust áfram. Aðstæður voru hræðilegar en ég er þokkalega sáttur við þetta."
Það virðist taka tímana tvenna fyrir Hauka að innbyrða sinn fyrsta sigur og því var Arnar sammála,
,,Ég hef áhyggjur á því hvernig við erum að fá mörkin á okkur. Maður er gamall í hettunni og ég verð að segja alveg eins og er að það er smá fnykur á þessu. Það eru klaufamörk hingað og þangað og ég get orðað það þannig að svona mörk fá einungis lið sem eru á leiðinni niður."
Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
























