,,Það var ekkert að gera í dag og það eru oft erfiðir leikir en það reyndi ekkert á mig," sagði Þóra Björg Helgadóttir markvörður Íslands eftir 3-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld.
,,Það er lítið hægt að segja varnarlega. Við spiluðum vel varnarlega og hefðum alveg getað skorað miklu fleiri mörk. En við erum ekki búnar að fá á okkur mark á Laugardalsvelli í síðustu tveimur undankeppnum."
Nánar er rætt við Þóru í sjónvarpinu hér að ofan.
























