Logi Ólafsson þjálfari KR segir markmið liðsins að ryðja hverri hindrun sem verður á vegi liðsins í VISA-bikarnum.
KR fékk heimaleik gegn Þrótti í 8 liða úrslitum sem ætti að vera auðveldur sigur svona fyrir fram.
KR fékk heimaleik gegn Þrótti í 8 liða úrslitum sem ætti að vera auðveldur sigur svona fyrir fram.
,,Þróttur eru þekktir fyrir að spila góðan og skemmtilegan fótbolta. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur, Þróttur er með gott lið. Okkur lýst vel á verkefnið," sagði Logi í samtali við Fótbolta.net.
,,Við höfum ekki fengið svo marga heimaleiki á undanförnum árum, okkur finnst það kærkomið."
,,Stefnan er að ryðja hverri hindrun úr vegi sem kemur til okkar, Þróttur er það lið sem við eigum næst og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa uppi sem sigurvegari í leiknum, það er ljóst," sagði Logi að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið við Loga í heild sinni.























