,,Við erum gífurlega sáttir og sérstaklega í ljósi þess að við erum að spila við Íslandsmeistarana á þeirra eigin velli og lendum 1-0 undir," sagði Marel Baldvinsson leikmaður Stjörnunnar eftir 1-3 sigur á FH í dag.
,,Að ná að koma til baka og vinna 1-3 gefur okkur mikið fyrir framhaldið," hélt hann áfram en Marel lék sem miðvörður í dag.
,,Ég kunni ágætlega við mig. Tryggvi veiktist og Bjarni hringdi í mig nokkrum tímum fyrir leik og spurði hvort ég treysti mér til að leysa þá stöðu. Ég sagði náttúrulega já við því og það gekk bara ljómandi vel."
Nánar er rætt við Marel í sjónvarpsviðtalinu hér að ofan.
























