Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   fös 09. júlí 2010 22:42
Gísli Erlendur Marinósson
Kristján Finnboga: Mjög langt síðan að við fengum síðast stig
Kristján og Ingvi Sveinsson léttir í bragði í leiknum í kvöld.
Kristján og Ingvi Sveinsson léttir í bragði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kristján Finnbogason, markvörður Gróttu, var ánægður með 2-2 jafntefli gegn Þrótti í kvöld.

,,Ég held að við verðum að vera sáttir við hvert einasta stig sem við náum í, við höfum ekki náð í þau mörg. Við erum sáttir við stig hérna á erfiðum útivelli," sagði Kristán við Fótbolta.net eftir leik.

,,Við ætluðum að reyna að ýta aðeins framar á þá. Við bjuggumst við því að þeir yrðu svolítið meira og myndu keyra á okkur. Við náðum að verjast því ágætlega framan af."

Grótta er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig í kvöld en stigið í kvöld var það fyrsta sem liðið fær síðan 29.maí.

,,Það er mjög langt síðan að við fengum síðast stig. Við verðum að halda áfram, við ætlum ekki að gefast upp."

,,Við vitum að við getum betur, leikformið er að koma hjá okkur með hverjum leiknum. Við ætlum að fara að veiða fleiri stig og sérstaklega á heimavelli þar sem við höfum ekki fengið ennþá eitt einasta stig."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner