Kristján Finnbogason, markvörður Gróttu, var ánægður með 2-2 jafntefli gegn Þrótti í kvöld.
,,Ég held að við verðum að vera sáttir við hvert einasta stig sem við náum í, við höfum ekki náð í þau mörg. Við erum sáttir við stig hérna á erfiðum útivelli," sagði Kristán við Fótbolta.net eftir leik.
,,Ég held að við verðum að vera sáttir við hvert einasta stig sem við náum í, við höfum ekki náð í þau mörg. Við erum sáttir við stig hérna á erfiðum útivelli," sagði Kristán við Fótbolta.net eftir leik.
,,Við ætluðum að reyna að ýta aðeins framar á þá. Við bjuggumst við því að þeir yrðu svolítið meira og myndu keyra á okkur. Við náðum að verjast því ágætlega framan af."
Grótta er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig í kvöld en stigið í kvöld var það fyrsta sem liðið fær síðan 29.maí.
,,Það er mjög langt síðan að við fengum síðast stig. Við verðum að halda áfram, við ætlum ekki að gefast upp."
,,Við vitum að við getum betur, leikformið er að koma hjá okkur með hverjum leiknum. Við ætlum að fara að veiða fleiri stig og sérstaklega á heimavelli þar sem við höfum ekki fengið ennþá eitt einasta stig."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.























