
,,Þetta var útreið, slæm útreið sem við fengum frá Valsmönnum," sagði Jón Þór Brandsson þjálfari FH eftir 9-0 tap gegn Val í kvöld.
,,Ég verð að viðurkenna að þær eru mun betri en við á mörgum sviðum fótboltans. Það var okkur mikill lærdómur að spila við þær aftur. Við skíttöpuðum í Kaplakrika fyrir tveimur mánuðum og sama var uppi á tengingnum núna. Við erum alls ekki sátt."
,,Við fengum nokkur færi og það hefði verið skemmtilegra að skora eitt, tvö, en við verðum að nýta færin í næsta leik og tökum þetta með okkur í næsta leik."
Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu að ofan.