,,Nú veit ég ekki hvað gerðist hjá Andra Hjörvari, mér sýndist andlitið á honum vera hálfpartinn farið af honum," sagði Heimir Þorsteinsson þjálfari Fjarðabyggðar eftir 4-2 tap gegn ÍA á Akranesvelli í kvöld en Andri Hjörvar Albertsson meiddist illa eftir samstuð og var fluttur af velli með sjúkrabíl.
,,Vonandi verður það ekki mikið, það var rosalega ljótur skurður á augabrúninni á honum og ég vona að það sé ekki lengi."
Skagamenn rúlluðu yfir Fjarðabyggð í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari voru lærissveinar Heimir öflugri.
,,Það hafa ábyggilega margir haldið að þetta væri búið í hálfleik en við vorum ekkert rosalega langt frá því að fara í 4-3. En þeir áttu þarna sláarskot og hefðu sjálfsagt getað bætt við mörkum í fyrri hálfleik. En því miður vorum við hálfleik of lengi í gang."
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.






















