
,,Mér fannst við allavega betri aðilinn í leiknum og við vorum að skapa okkur mikið, 2-0, ég er alveg sátt við það en við hefðum getað skorað meira líka," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir þjálfari KR eftir 2-0 sigur á Grindavík í kvöld.
,,Það er alltaf gott að skora rétt fyrir hlé, en það skiptir í raun engu hvenær mörkin koma í leiknum. Við vorum þolinmóðar og vorum að sækja mikið og náðum að láta hann ganga mjög hratt. Mér fannst við spila vel í dag."
,,Við hefðum getað skorað fleiri mörk en ég er alveg sátt við tvö. Að sjálfsögðu vill maður stundum meira en góður leikur hjá okkur."
Frekar er rætt við Guðrúnu Jónu í sjónvarpinu hér að ofan.