,,Já er komið svo langt síðan," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-0 tap gegn KR í kvöld en lið Grindavíkur hefur ekki skorað mark í deildinni síðan 15. júní.
,,Þetta er vandamál hjá okkur og var svona í fyrra líka. Við erum í vandræðum með framherja, fyrir tímabilið ætluðum við að ná í tvo framherja og þessi fraá Jamaíka lenti loksins í morgun. Hún var ekki búin að hitta stelpurnar og spilaði í dag hálfleik. Hún á vonandi eftir að smella inn í þetta hjá okkur og fara að setja mörk."
,,Um leið og hún kemur þá hverfur hinn framherjinn, Rachel Furness þurfti að hverfa til Írlands þar sem amma hennar var að deyja. Við söknum hennar mikið í kvöld. En við hljótum að fara að skora, ég held að það styttist alltaf í það, ég trúi því."
Nánar er rætt við Gunnar í sjónvarpinu að ofan.





















