,,Þetta gekk vel, 3-0 góður sigur," sagði Auðun Helgason leikmaður Grindavíkur eftir heimasigur á Fram í kvöld en Grindavíkurliðið þótti mikið breytt í kvöld og standa sig vel.
,,Meginþorrinn af liðinu er búinn að vera að spila í sumar en það er gott að fá Óla (Ólaf Örn Bjarnason spilandi þjálfara) inn með sína reynslu og sína getu. Við vorum að spila allt liðið feykilega vel í dag. Sérstaklega fannst mér liðið spila vel varnarlega. Allt liðið, þeir skapa nánast ekki neitt."
,,Við fáum í dag tvö mörk snemma í leiknum sem gefur okkur mikið sjálfstraust. Það er allt annað að leiða svona leik 2-0 á heimavelli þegar maður finnur að sjálfstraustið er að koma. Það er búið að vera að koma í undanförnum leikjum en við sýndum okkar rétta andlit loksins í dag."
Nánar er rætt við Auðun í sjónvarpinu að ofan.
























