Jón Guðni Fjóluson leikmaður Fram var að vonum sáttur með 3-2 sigur liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í Pepsi deild karla í kvöld. Jón Guðni átti frábæran leik fyrir Framara og skoraði meðal annars jöfnunarmark þeirra og kom þeim í 2-2.
„Þetta var virkilega sætt og loksins er þetta að detta með okkur í þessum jöfnu leikjum. Þetta var voðalega lítið spil en þetta datt með okkur,“ sagði Jón Guðni við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Maður veit aldrei hvernig boltinn skoppar hérna (innsk: á gervigrasinu) og maður getur allt í einu verið kominn einn í gegn. Það er bara ágætt.“
Jón Guðni átti þrumuskot í slá í leiknum og viðurkennir hann að það hefði verið gaman að sjá þann bolta syngja í netinu.
„Hann hefði mátt var hinum megin við slána, það hefði verið mjög sætt, en það skiptir ekki máli hvernig mörkin eru,“ bætti hann við.
Viðtalið við Jón Guðna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |






















