,,Þetta var markmiðið og þetta er frábær stund fyrir okkur Víkinga alla saman, bæði leikmenn, þá sem stóðu að þessu og aðdáendurna sem fylgdu okkur alla leið og hafa gert í sumar," sagði Helgi Sigurðsson framherji Víkings eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með sigri á KA í dag.
,,Það var þvílík stemning í klefanum. Þetta er markmið sem við settum okkur fyrir tæpu ári síðan og það er frábært að sjá það vera að veruleika í dag."
,,Við eigum þetta skilið. Við erum búnir að vera besta liðið í sumar heilt yfir og það verður gaman að takast á við úrvalsdeildina að ári."
Víkingur mætir HK í lokaumferðinni um næstu helgi og liðið stefnir á sigur þar til að tryggja sér efsta sæti deildarinnar.
,,Takmarkið er ekki alveg búið því að við ætlum líka að vinna deildina og til þess þurfum við líka að vinna næsta leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.