Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Engir áhorfendur í Þýskalandi til áramóta?
Mynd: Getty Images
Christian Seifert, formaður þýsku deildarkeppninnar, segir mögulegt að engir áhorfendur verði á leikjum þar í landi út árið vegna kórónuveirunnar.

Vegna faraldursins hefur keppni í Þýskalandi verið frestað til 30. apríl að minnsta kosti og óvíst er hvenær hægt verður að byrja að spila á ný.

Líkur eru á að leikir verði spilaðir fyrir luktum dyrum í einhvern tíma eftir að keppni hefst á hný.

„Ef við getum spilað leiki þá má búast við því að þeir verði án stuðningsmanna í einhvern tíma. Kannski inn í næsta tímabil eða jafnvel til loka ársins," sagði Seifert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner