Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   þri 01. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Njarðvík fær skoskan miðjumann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvík hefur fengið skoska miðjumanninn Andrew Geggan til liðs við sig.

Hinn 33 ára gamli Geggan spilaði með Ayr United í skosku B-deildinni á síðasta tímabili.

Geggan á langan feril að baki í B og C-deildinni í Skotlandi.

Njarðvík mætir Þrótti Vogum í mikilvægum leik í toppbaráttunni í 2. deild í kvöld en Geggan getur spilað sinn fyrsta leik þar.

Sóknarsinnaði miðjumaðurinn Sean Da Silva er hins vegar farinn frá Njarðvík. Da Silva spilaði átta leiki í 2. deildinni í sumar en hann kom frá Haukum í vetur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner