Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   sun 02. júní 2019 18:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Elías: Samstaða liðsheildarinnar skein í gegn í dag
Stoltur af Hermanni og bestu vinum Baldvins
Sveinn Elías í baráttunni í dag.
Sveinn Elías í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór vann í dag 2-0 heimasigur á Þrótturum í 5. umferð Inkasso deildarinnar. Þór komst yfir eftir um hálftíma leik með marki frá Alvaro Montejo og undir lok leiks bætti Sigurður Marínó Kristjánsson við seinna marki Þórsara.

Þórsarar ógnuðu meira í leiknum en Þróttur átti þó tvær góðar marktilraunir í seinni hálfleik.

Lestu meira um Þór 2-0 Þróttur R. hér.

Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórsara, var í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í kvöld.

„Góð þrjú stig, ótrúlega stoltur af liðinu í dag. Samstaða liðsheildarinnar skein í gegn," sagði Sveinn eftir leik.

Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórsara, var skráður liðstjóri hjá Þór í dag og var Sveinn spurður út í hvað væri að hrjá Jóhann.

„Hann er kominn í smá pásu. Hann hefur verið að glíma við höfuðverk í leikjum.

Loftur Páll Eiríksson fór meiddur af velli hjá Þór í hálfleik. Rétt fyrir lok hálfleiksins var Loftur tæklaður illa.

„Dómararnir eiga að vernda leikmennina betur. Orri fær gult spjald þegar hann tekur boltann fyrr í leiknum. Þarna var tækling þar sem möguleiki var á fótbroti og getur vel verið að Loftur hafi fótbrotnað."

Fyrir leik var tilkynnt í hátalarakerfinu að leikmenn Þórs myndu leika með svört sorgarbönd. Baldvin Rúnarsson, einn mesti Þórsari sem undirritaður hefur komist í kynni við, lést á dögunum eftir áralanga baráttu við krabbamein.

„Gott að finna stuðninginn í dag. Það var talað um að fresta þessum leik. Á föstudaginn lést einn elskaðasti sonur félagsins. Ótrúlega stoltur af Hermanni (Helga Rúnarssyni, bróður Baldvins) og hans bestu vinum og liðsheildin stóð saman í dag."

Blessuð sé minning Baldvins Rúnarssonar. Ég, undirritaður, votta fjölskyldu og vinum Baldvins mína dýpstu samúð.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner