Stoltur af Hermanni og bestu vinum Baldvins
Þór vann í dag 2-0 heimasigur á Þrótturum í 5. umferð Inkasso deildarinnar. Þór komst yfir eftir um hálftíma leik með marki frá Alvaro Montejo og undir lok leiks bætti Sigurður Marínó Kristjánsson við seinna marki Þórsara.
Þórsarar ógnuðu meira í leiknum en Þróttur átti þó tvær góðar marktilraunir í seinni hálfleik.
Þórsarar ógnuðu meira í leiknum en Þróttur átti þó tvær góðar marktilraunir í seinni hálfleik.
Lestu meira um Þór 2-0 Þróttur R. hér.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórsara, var í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í kvöld.
„Góð þrjú stig, ótrúlega stoltur af liðinu í dag. Samstaða liðsheildarinnar skein í gegn," sagði Sveinn eftir leik.
Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórsara, var skráður liðstjóri hjá Þór í dag og var Sveinn spurður út í hvað væri að hrjá Jóhann.
„Hann er kominn í smá pásu. Hann hefur verið að glíma við höfuðverk í leikjum.
Loftur Páll Eiríksson fór meiddur af velli hjá Þór í hálfleik. Rétt fyrir lok hálfleiksins var Loftur tæklaður illa.
„Dómararnir eiga að vernda leikmennina betur. Orri fær gult spjald þegar hann tekur boltann fyrr í leiknum. Þarna var tækling þar sem möguleiki var á fótbroti og getur vel verið að Loftur hafi fótbrotnað."
Fyrir leik var tilkynnt í hátalarakerfinu að leikmenn Þórs myndu leika með svört sorgarbönd. Baldvin Rúnarsson, einn mesti Þórsari sem undirritaður hefur komist í kynni við, lést á dögunum eftir áralanga baráttu við krabbamein.
„Gott að finna stuðninginn í dag. Það var talað um að fresta þessum leik. Á föstudaginn lést einn elskaðasti sonur félagsins. Ótrúlega stoltur af Hermanni (Helga Rúnarssyni, bróður Baldvins) og hans bestu vinum og liðsheildin stóð saman í dag."
Blessuð sé minning Baldvins Rúnarssonar. Ég, undirritaður, votta fjölskyldu og vinum Baldvins mína dýpstu samúð.
Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
Athugasemdir
























