Eyþór Guðnason, leikmaður Ægis í 2. deild, var svekktur eftir 2-0 tap fyrir HK, en hann var þó ánægður með baráttu liðsins.
,,Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við vorum lengi að koma okkur í gang, en seinni hálfleikur var betri. Við gáfum mjög ódýrt mark og eftir það var það erfitt," sagði Eyþór.
,,HK er vel spilandi og ég held að við bökkuðum of mikið og leyfðum þeim að vera of mikið að vera með boltann í fyrri hálfleik, þegar við vorum framar þá fengum við fleiri færi en auðvitað þurftum við að fara að sækja."
,,Við áttum einhver færi í byrjun fyrri hálfleiks þá hefði þetta verið allt öðruvísi leikur ef við hefðum skorað þar. Við höfum verið að berjast fyrir lífi okkar hérna og það hefur ekki gengið eins og við hefðum viljað, en við berðum að bíta á jaxlinn og gera betur."
,,Þeir eru að treysta á skotin sem ég er með, þau er föst. Ég er orðinn aðeins of gamall og það er farið að hægja á mér, ég hef spilað einhverja leiki frammi en það er ekki nóg. Það býr miklu meira í okkur og við eigum eftir að sýna það," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
























