Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   þri 02. júlí 2013 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Eyþór Guðnason: Það býr meira í okkur
Mynd: Ægir
Eyþór Guðnason, leikmaður Ægis í 2. deild, var svekktur eftir 2-0 tap fyrir HK, en hann var þó ánægður með baráttu liðsins.

,,Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við vorum lengi að koma okkur í gang, en seinni hálfleikur var betri. Við gáfum mjög ódýrt mark og eftir það var það erfitt," sagði Eyþór.

,,HK er vel spilandi og ég held að við bökkuðum of mikið og leyfðum þeim að vera of mikið að vera með boltann í fyrri hálfleik, þegar við vorum framar þá fengum við fleiri færi en auðvitað þurftum við að fara að sækja."

,,Við áttum einhver færi í byrjun fyrri hálfleiks þá hefði þetta verið allt öðruvísi leikur ef við hefðum skorað þar. Við höfum verið að berjast fyrir lífi okkar hérna og það hefur ekki gengið eins og við hefðum viljað, en við berðum að bíta á jaxlinn og gera betur."

,,Þeir eru að treysta á skotin sem ég er með, þau er föst. Ég er orðinn aðeins of gamall og það er farið að hægja á mér, ég hef spilað einhverja leiki frammi en það er ekki nóg. Það býr miklu meira í okkur og við eigum eftir að sýna það,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner