„Bara fyrsti hálftíminn var skelfilegur hjá okkur. 4-0 undir eftir hálftíma, það var það sem drap okkur í dag." sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar R.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 5 Njarðvík
Voruði ekki tilbúnir í leikinn?
„Mér fannst það, undirbúningurinn gekk vel og vorum búnir að fara yfir hlutina mjög vel. Þetta var eins og í hvert skipti sem þeir komu í kringum vítateiginn okkar þá var annað hvort mark eða tækifæri á markið. Varnarleikurinn var ekki nógu góður."
Fannst þér möguleiki á endurkomu í leiknum?
„Í 4-0 sagði ég bara strákana að við þurfum bara að einbeita okkur að þétta okkur saman og reyna skora næsta markið. Það var svona okkar markmið þá. Það tókst rétt fyrir hálfleik og ég sagði bara í hálfleik að við þurftum að hafa trú á þessu og reyna skora næsta mark, sem við gerum. Þá fannst mér við töluvert betra lið í fyrstu tuttugu mínútunum í seinni hálfleik. Svo kom þetta högg, fimmta markið þeirra sem drap aðeins stemninguna. Mér fannst við koma okkur vel inn í leikinn þá. Þetta fimmta mark drap okkur aðeins." Svo kom smá kraftur síðustu tíu mínúturnar og skorum eitt mark í viðbót. Við vorum mjög góðir sóknarlega, en varnarlega bara hörmung."
Er Aron Snær á leið aftur í Fram?
„Já ég held að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans. Sem hjálpar ekki okkur, með þessi meiðsli og Hlynur meiddist í dag líka. Við þurfum að skoða þetta einhvað núna. Hlutirnir eru að breytast hratt og við erum komnir á þann stað sem við vildum ekki vera á. Ég held að við þurfum að endurskoða okkar hugsun."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan
Athugasemdir






















