Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mán 02. september 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Formaðurinn kátur í dag.
Formaðurinn kátur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfshópur Laugardalsvallar.
Starfshópur Laugardalsvallar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi við Fótbolta.net í dag eftir að tilkynnt var um framkvæmdir á Laugardalsvelli. Leggja á nýtt undirlag á völlinn og vinna á að hefjast síðar á árinu.

Setja á hybrid gras, blöndu af grasi og gervigrasi, og það á að stuðla að því að völlurinn verði nothæfur nánast allt árið um kring. Það hefur verið vandamál í lengri tím að ekki hefur verið hægt að spila landsleiki á Íslandi bæði snemma og seint á árinu, en það vandamál verður vonandi úr sögunni með nýju undirlagi.

„Þetta er ánægjulegur dagur, ánægjulegur dagur fyrir knattspyrnusambandið og alla hreyfinguna. Við erum búin að bíða lengi eftir að koma af stað breytingum og þetta er fyrsta skrefið í að gera völlinn betri og betri ásýnd á völlinn til lengri tíma."

„Þetta mun breyta öllu, vonandi getum við hafist handa núna í haust, horft fram á veginn, og í kjölfarið haldið áfram í viðræðum við ríki og borg um hvernig framhaldið verður og gert hér fallegan völl, á réttu verði, sem allir geta verið stoltir af. Við höfum átt mjög gott samtal við ?iki og borg. Ásmundur, barna- og menntamálaráðherra, hefur verið mjög hjálplegur í okkar viðræðum. Það má segja að þetta hafi farið af stað þegar ég átti samtal við hann á þriðjudegi eftir kosningar (KSÍ í vetur). Við höfum haldið þessu áfram og Freyr, formaður frjálsíþrottasambandsins, er líka stór hluti af því að við komumst að samkomulagi,"
segir formaðurinn.

Toddi, eins og formaðurinn er nánast alltaf kallaður, vonast til að framkvæmdir geti hafist á vellinum eftir að búið verður að spila heimaleiki landsliðsins í október.

Toddi var spurður hvort það sé ennþá von um að það rísi nýr þjóðaleikvangur.

„Eins og staðan er í dag þá er þjóðarleikvangur Íslands hér í Laugardalnum og hefur verið í mörg ár. Hann verður hér áfram þangað til einhver annar finnur (annað) svæði eða kemur með aðrar hugmyndir um það. Eftir að hafa rætt við alla aðila, þá höfum við komið með skynsamlega og góða hugmynd til langs tíma um hvernig við ætlum að byggja upp þennan völl."

Þannig að það er ekki planið að rífa þennan völl og byggja nýjan?

„Nei, ekki rífa hann, en það verða endurbætur. Við munum skoða klefamál og stúkumál," segir Toddi en byrjað verður á sjálfu grasinu.

Eru vonbrigði að fá ekki nýjan völl?

„Ég tel þetta bestu lausnina, hér er gott að vera. Ég hef góða reynslu af því að vera í Laugardalnum, fyrst sem leikmaður og svo sem áhorfandi. Þetta er fallegur staður og af hverju ekki að vera hér?" segir Toddi sem segir að vonandi verði hægt að bæta aðstöðu áhorfenda í framtíðinni.

„Við erum að fara í framkvæmdir til lengri tíma," segir Toddi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner