„Hver fagnar ekki marki á 93. mínútu? Maður þarf að vera hálf sálarlaus. Ég naut þess að fagna með liðinu," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna í viðtali við sporttv.is eftir 2-1 sigur á Belgíu í Algarve mótinu.
„Hugarfarið og viljinn til að vinna þennan leik er það sem við tökum áfram. Stelpurnar hafa talað opinskáttum að þær vilji vinna þennan riðil og þær köfuðu eftir þessu."
„Hugarfarið og viljinn til að vinna þennan leik er það sem við tökum áfram. Stelpurnar hafa talað opinskáttum að þær vilji vinna þennan riðil og þær köfuðu eftir þessu."
Næsti leikur Íslands á Algarve mótinu er gegn Danmörku á morgun.
„Það verða töluverðar breytingar á liðinu. Leikmenn sem spiluðu lítið eða ekkert í dag fá tækifæri og þær eru með ferskar fætur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild af sporttv.is en Benedikt Grétarsson tók það.
Athugasemdir