5.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína í dag en í Úlfársárdalnum áttust við Fram sem voru án sigurs í deildinni og ÍBV sem höfðu sigrað síðustu tvo leiki sína.
Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skildu jöfn í hlé en í síðari hálfleik voru það Fram sem sóttu mörkin sem skildu liðin af.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 1 ÍBV
„Bara lélegt." Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV skiljanlega ósáttur eftir tap sinna manna gegn Fram í Úlfársárdal.
„Bara andleysi í heildina, við vorum bara lélegir og þetta var bara alls ekki nógu gott í neinu."
„Mér fannst ekkert jafnræði, mér fannst við bara ekkert mæta til leiks yfir höfuð."
ÍBV gerði markmannsbreytingu fyrir þennan leik en Guy Smit spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni fyrir ÍBV en áður hafði Jón Kristinn Elíasson staðið á milli stangana.
„Jón Kristinn er búin að vera frábær og það er bara lúxus vandamál að það séu tveir frábærir markmenn. Guy var frábær hérna í dag svo eins og ég segi þá er það bara lúxus vandamál."
Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |






















