Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 03. maí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara rosalega ánægður með leikinn almennt. Fyrri hálfleikur fannst mér við bara spila þennan Njarðvíkur fótbolta sem við erum að leita að. Mikið með boltann og búum til mikið af færum, búa til pláss útum allt fannst mér." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur fannst mér Leiknir henda leiknum upp í einhverja svona smá vitleysu. Þá meina ég bara að þeir voru að dúndra boltanum fram og fyrir og voru svolítið að ná að þrýsta okkur niður sem mér fannst neikvætt. Við komumst í gegnum þetta og ég er mjög ánægður."

Plan Njarðvíkur var fyrst og fremst að sækja öll þrjú stigin.

„Við vorum bara að koma hingað til að reyna vinna. Halda í boltann og fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og það sem við ætluðum að gera. VIð ætluðum bara að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó. Okkur finnst gaman að spila fótbolta."

„Við erum að smíða lið. Fullt af mönnum og fullt af löndum. Ég er að birtast þarna, Dominik birtist í æfingarferðinni og við erum að smíða hægt og rólega. Við verðum betri með tímabilinu." 

Njarðvíkingum er spáð 10.sæti deildarinnar í spánni fyrir mót.

„Ég held að það sé bara útaf því sem ég var að segja. Ég held að það sé ekki einn maður sem hefur talað um þetta eða er að skrifa um þetta viti hvað allir í liðinu okkar heiti. Þannig auðvitað er bara sett okkur neðarlega þá og við lifum bara með því." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner