![]() |
Íslenska landsliðið æfði saman í fyrsta skiptið í gær og heyrði Fótbolti.net í Jóhanni, sem gekk til liðs við Charlton frá AZ Alkmaar í sumar.
,,Það er langt í þennan leik, alveg vika, og venjulega höfum við ekki svona langan tíma. Það er bara flott að fá þennan tíma og vonandi náum við að púsla þessu saman," sagði Jóhann við Fótbolta.net.
Jóhann segist vera búinn að koma sér vel fyrir í Lundúnum, þar sem Charlton spilar, og er hann sáttur með skiptin.
,,Maður er búinn að ná að taka upp úr flestum kössum og koma sér vel fyrir, þannig það er allt á góðu róli þar. Ég er að spila hvern leik og er að standa mig mjög vel, og frábær þjálfari frá Belgíu sem vill spila fótbolta. Ég held að þetta hafi bara verið mjög gott "move" hjá mér," sagði Jóhann Berg, sem unir sér vel í Championship deildinni.
,,Það er aðeins meiri harka og meiri hraði í boltanum hérna, og bara aðeins skemmtilegri bolti. Svo eru áhorfendur frábærir, syngjandi allan leikinn. Eins og allir vita er England "mekka fótboltans", eins og maður segir," sagði Jóhann.
Athugasemdir

























