Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 03. september 2014 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Jói Berg: Búinn að taka upp úr flestum kössum
Jóhann Berg er tilbúinn að mæta Tyrkjum.
Jóhann Berg er tilbúinn að mæta Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson er spenntur fyrir komandi landsleik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 sem fram fer næsta þriðjudag.

Íslenska landsliðið æfði saman í fyrsta skiptið í gær og heyrði Fótbolti.net í Jóhanni, sem gekk til liðs við Charlton frá AZ Alkmaar í sumar.

,,Það er langt í þennan leik, alveg vika, og venjulega höfum við ekki svona langan tíma. Það er bara flott að fá þennan tíma og vonandi náum við að púsla þessu saman," sagði Jóhann við Fótbolta.net.

Jóhann segist vera búinn að koma sér vel fyrir í Lundúnum, þar sem Charlton spilar, og er hann sáttur með skiptin.

,,Maður er búinn að ná að taka upp úr flestum kössum og koma sér vel fyrir, þannig það er allt á góðu róli þar. Ég er að spila hvern leik og er að standa mig mjög vel, og frábær þjálfari frá Belgíu sem vill spila fótbolta. Ég held að þetta hafi bara verið mjög gott "move" hjá mér," sagði Jóhann Berg, sem unir sér vel í Championship deildinni.

,,Það er aðeins meiri harka og meiri hraði í boltanum hérna, og bara aðeins skemmtilegri bolti. Svo eru áhorfendur frábærir, syngjandi allan leikinn. Eins og allir vita er England "mekka fótboltans", eins og maður segir," sagði Jóhann.
Athugasemdir
banner
banner