
16-liða úrslitin á HM hefjast kl. 15 þegar Holland og Bandaríkin mætast.
Byrjunarlið Hollands er óbreytt frá þægilegum 2-0 sigri gegn Katar í lokaumferð riðlakeppninnar. Cody Gakpo hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á mótinu og hann er á sínum stað í byrjunarliðinu.
Christian Pulisic var tæpur fyrir leikinn en það er ljóst að hann er klár í slaginn þar sem hann er í byrjunarliðinu.
Holland: Noppert, Timber, van Dijk, Ake, Dumfries, de Roon, Frenkie de Jong, Blind, Klaassen, Gakpo, Depay
Bandaríkin: Turner, Dest, Zimmerman, Ream, Robinson, Musah, Adams, McKennie, Ferreira, Weah, Pulisic
Athugasemdir